Handbolti

Norð­menn tryggðu Ís­landi sæti í 8-liða úr­slitum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Íslenska U20-ára landsliðið er komið í 8-liða úrslit.
Íslenska U20-ára landsliðið er komið í 8-liða úrslit. HSÍ

Íslenska U20-ára landslið karla í handknattleik er komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins í Slóveníu. Þetta varð ljóst eftir sigur Norðmanna á Ungverjum í kvöld.

Íslenska liðið tapaði stórt gegn Svíum í dag og þurfti því að bíða eftir úrslitum í öðrum leikjum til að sjá hvort sæti í 8-liða úrslitum myndi nást.

Liðið með bestan árangur í 2. sæti í D, E og F-riðlum fær sæti í 8-liða úrslitunum og eftir sigur Noregs á Ungverjalandi í kvöld er ljóst að Ísland hlýtur það sæti með betri markatölu en Ungverjar og Slóvenar sem einnig töpuðu í kvöld.

Sæti í 8-liða úrslitum tryggir liðinu sömuleiðis sæti á heimsmeistaramóti U21-árs liða á næsta ári en mótið fer fram í Póllandi. Á morgun er hvíldardagur hjá íslenska liðinu en 8-liða úrslitin hefjast á mánudag.

Ísland verður í riðli með Portúgal, Austurríki og Spáni en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×