„Sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:31 Marc Cucurella hefur spilað vel fyrir spænska landsliðið á þessu Evrópumóti en fram undan er úrslitaleikurinn í Berlín í kvöld. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Það fór ekkert fram hjá neinum sem horfði á undanúrslitaleik Spánar og Frakklands að einn leikmaður á vellinum mátti þola hreint og tært einelti nær allan leikinn. Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Hér erum við að tala um spænska varnarmanninn Marc Cucurella. Fullt af áhorfendum púuðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í þessum leik. Ástæðan var sú að það var hann sem fékk boltann í hendina í lokin á leiknum á móti gestgjöfum Þýskalands í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar vildu fá víti en ekkert var dæmt. Spánverjar sluppu með skrekkinn og komust í undanúrslitaleikinn. Fullt af Þjóðverjum voru aftur á móti búnir að kaupa sér miða á undanúrslitaleikinn og mættu bara með það markmið að púa á Cucurella. „Í raun og veru þá var mér sama um baulið en á sama tíma þá er það sorglegt að koma á leik bara til að púa á einn leikmann,“ sagði Marc Cucurella við The Athletic. NRK segir frá. „Sumt fólk sóaði miðunum sínum sem hefðu getað farið til annarra sem langaði virkilega að sjá leikinn,“ sagði Cucurella. Cucurella hefur reyndar reynslu að svona lögðuðu. Þegar hann skipti úr Brighton til Chelsea fyrir tveimur árum þá bauluðu stuðningsmenn Brighton á hann um leið og hann fékk boltann. „Þá var líka púað mjög hátt í hvert skipti sem ég fékk boltann. Ég get ekki sagt að það sé óbærileg tilfinning en þetta er óþægilegt,“ sagði Cucurella. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína á Evrópumótinu og mæta Englandi í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira