Ótrúleg hola í höggi: Meira en hálfa mínútu að fara niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:27 Peiyun Chien er frá Tævan og náði mögnuðu höggi á sextándu holunni í dag. Getty/ Steph Chambers Tævanski kylfingurinn Chien Peiyun fór holu í höggi á The Amundi Evian meistaramótinu í dag sem er eitt af risamótunum í kvennagolfinu. Peiyun náði þessu frábæra höggi sínu á sextándu holu Evian-les-Bains vallarins í Frakklandi en það er par þrjú hola. Í fyrstu leit ekki út fyrir að Peiyun væri að fara holu í höggi. Hún átti vissulega gott högg inn á flöt en var samt talsvert langt frá holunni. Kúlan hélt áfram að rúlla löturhægt í átta að holunni þar til að hún fór ofan í. Kúlan var líklega meira en hálfa mínútu að fara niður. Það eru örugglega ekki mörg högg í golfsögunni sem hafa verið lengur að fara í holu. Höggið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan. Peiyun endaði í sjöunda sæti á mótinu á tíu höggum undir pari. Hún lék lokadaginn á fimm höggum undir pari. Hole in One Alert! ⛳PEIYUN CHIEN on #Porsche Hole 16#Porsche | #EvianChamp pic.twitter.com/7bRIsD4hjP— The Amundi Evian Championship (@EvianChamp) July 14, 2024 Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Peiyun náði þessu frábæra höggi sínu á sextándu holu Evian-les-Bains vallarins í Frakklandi en það er par þrjú hola. Í fyrstu leit ekki út fyrir að Peiyun væri að fara holu í höggi. Hún átti vissulega gott högg inn á flöt en var samt talsvert langt frá holunni. Kúlan hélt áfram að rúlla löturhægt í átta að holunni þar til að hún fór ofan í. Kúlan var líklega meira en hálfa mínútu að fara niður. Það eru örugglega ekki mörg högg í golfsögunni sem hafa verið lengur að fara í holu. Höggið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan. Peiyun endaði í sjöunda sæti á mótinu á tíu höggum undir pari. Hún lék lokadaginn á fimm höggum undir pari. Hole in One Alert! ⛳PEIYUN CHIEN on #Porsche Hole 16#Porsche | #EvianChamp pic.twitter.com/7bRIsD4hjP— The Amundi Evian Championship (@EvianChamp) July 14, 2024
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira