Fótbolti

„Trúi því varla að ég sitji hér“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ásta heldur með Englendingunum í kvöld.
Ásta heldur með Englendingunum í kvöld. Aðsend

Úrslitaleikur Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í kvöld. Íslendingur á vellinum segir stemninguna þvílíka og vel viðri til leiksins. 

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að landslið Englands og Spánar muni etja kappi um EM-bikarinn í kvöld eftir mánaðarlanga keppni í Þýskalandi. Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi er stödd á Ólympíuleikvanginum í Berlín, þar sem úrslitin munu ráðast í kvöld.

„Landsliðin eru að mæta í hús á meðan þessi sögulegi völlur fyllist af áhangendum uppáklæddum ýmist í hvítu og rauðu. Stemningin er þvílík í þessu dásemdarveðri!“ segir Ásta í samtali við fréttastofu.

Hún segir að í lestinni á leiðinni af aðdáendasvæðinu hafi verð sungið alla leið. „Bretinn á borgina að mínu mati,“ segir Ásta. 

„Ég trúi því varla að ég sitji hér og eigi eftir að horfa á þessi mögnuðu lið með eigin augum! Þetta getur ekki orðið annað en tryllt,“ bætir hún við. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×