Innlent

Hand­tekinn grunaður um rán og frelsis­sviptingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt.
Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rán og frelsissviptingu til rannsóknar en einn var handtekinn í gær í tengslum við málið. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Þar segir einnig frá því að tilkynning hafi borist um tvo einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur sem voru að ógna vegfarendum. Þá var einn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Lögregla fjarlægði einnig skráningarmerki af þremur ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun og stöðvaði einn sem verður kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×