Fótbolti

Krabbameinsveik stúlka fagnaði titlinum með Spán­verjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Camano heldur á Evrópumeistarabikarnum.
María Camano heldur á Evrópumeistarabikarnum. getty/Diego Radames

Tíu ára stúlka sem glímir við krabbamein fékk ósk sína uppfyllta, að hitta spænsku Evrópumeistarana.

Leikmenn spænska landsliðsins sneru aftur til heimalandsins frá Þýskalandi í gær, eftir að hafa unnið Evrópumeistaratitilinn.

Spænsku Evrópumeistararnir fengu höfðinglegar móttökur. Konungsfjölskyldan tók á móti þeim og þeir fögnuðu svo titlinum úti á götum Madrídar.

Spánverjar buðu einnig hinni tíu ára Maríu Camano upp á svið til sín. Hún er með krabbamein en fékk ósk sína uppfyllta og hitti Evrópumeistarana. Fyrirliðinn Álvaro Morata faðmaði Maríu og hún fékk svo að lyfta Henri Delaunay bikarnum.

Spánverjar unnu alla sjö leiki sína á Evrópumótinu í Þýskalandi og skoruðu fimmtán mörk í þeim. Spánn hefur nú fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, oftast allra.


Tengdar fréttir

„Besta afmælisgjöf allra tíma“

Óhætt er að segja að Lamine Yamal hafi átt góða helgi. Síðastliðinn laugardag fagnaði hann 17 ára afmælinu sínu og í gær, sunnudag, varð hann Evrópumeistari í knattspyrnu og var valinn besti ungi leikmaður EM.

Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn

Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×