Innlent

Fallist á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Árni Sæberg skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í svari við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því í gær að ákæra hefði verið gefin út á hendur manninum. 

Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.

Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.


Tengdar fréttir

Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana

Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær.

Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×