Fréttir

Kórónuveiran, Skaginn og við­búnaður á Þjóð­há­tíð

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar virðist í dreifingu segir fagstjóri hjúkrunar. Óvenju margar pestir herja nú á landsmenn. Frá þessu verður greint í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Þá verður sagt frá viðbúnaður lögreglu sem verður aukinn á Þjóðhátíð í Eyjum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af auknu ofbeldi og vopnaburði gesta á hátíðinni. 

Bæjarstjóri Akraness hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til skiptastjóra Skagans 3X að bæjaryfirvöld geti skaffað fyrirtækinu nýja lóð á Akranesi. Bæjaryfirvöld róa að því öllum árum að halda fyrirtækinu í bænum. 

Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra. Meðalaldur mæðra hækkar- konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Þessar og fleiri fréttir og jafnframt ítarlegur sportpakki í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×