Innlent

Ís­lendingur á sex­tugs­aldri fannst látinn í Taí­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hótelstarfsfólk kom að honum látnum í morgun.
Hótelstarfsfólk kom að honum látnum í morgun. Khaosod

Íslenskur maður á sextugsaldri fannst látinn á hóteli í Samut Prakan í Taílandi. Lögregla rannsakar málið en engin merki um átök fundust í herberginu. Málið er sagt dularfullt.

Hann hafði dvalið á hótelinu í um það bil mánuð en þegar hann kom ekki niður í móttöku á sínum hefðbundna tíma var farið að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Hótelstarfsmaður kom þá að honum látnum.

Mynd af vettvangi.Khaosod

Hann fannst liggjandi við hlið rúmsins síns, klæddur í svartan bol og rauðar stuttbuxur. Hann hafði verið látinn í sex til tólf tíma þegar hann fannst samkvæmt umfjöllun taílenska miðilsins Khaosod. Engin ummerki fundust um átök. Í herberginu fundust þó áfengisflöskur og er haft eftir starfsmanni hótelsins að hann hafi drukkið áfengi á hverjum degi.

Lögregluna grunar að hinn látni hafi dáið úr ofneyslu áfengis. Þó er enn beðið eftir niðurstöður úr krufningu en lík mannsins var flutt á Ramathibodi Chakri Naruebodindra sjúkrahúsið þar sem krufningin fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×