Að verða fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda Arnar Pálsson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Íslendingar erlendis Skattar og tollar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar