1,4 milljarða sparnaður af uppsögnum 140 starfsmanna í maí og júní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 08:28 Lausafé nam 64,8 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Vísir/Vilhelm Icelandair skilaði 86 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi og var EBIT afkoma félagsins 457 milljónir. Einingakostnaður lækkaði um 2,4 prósent þrátt fyrir verðbólgu, sem má rekja til endurnýjunar flotans, aðhalds og aukinnar skilvirni í rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira