Ein af hverjum fimm knattspyrnukonum glíma við átröskun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 11:31 Yfirlæknir leikmannasamtakanna kallar eftir meira eftirliti með andlega þættinum hjá leikmönnum. Getty/Jose Hernandez Ný rannsókn sýnir að það sé mjög algengt að knattspyrnukonur glími við einhvers konar átröskun. Leikmannasamtökin vilja átak í eftirliti með andlegum málefnum leikmanna. Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_) Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_)
Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira