Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 10:32 Það þarf varla að koma á óvart að Netanyahu vill fyrst hafa sigur í stríðinu við Hamas áður en ráðist verður í rannsókn á mistökum yfirvalda. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent