Golf

Fór holu í höggi á Ís­lands­mótinu í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Bjarni Helgason fór holu í höggi á níundu holunni.
Einar Bjarni Helgason fór holu í höggi á níundu holunni. GSÍ/seth@golf.is

Einar Bjarni Helgason úr Golfklúbbnum Setbergi, náði sannkölluðu draumahöggi á fyrsta hringnum á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppni á Íslandsmótinu hófst í morgun.

Einar Bjarni fór holu í höggi á níundu holunni sem er 138 metra par þrjú hola.

Einar Bjarni lék fyrstu níu holurnar á fjórum höggum undir pari en hann var líka búinn að ná tveimur fuglum, sá fyrri var á fjórðu en sá seinni á þeirri sjöttu.

Þegar þetta er skrifað þá er Einar í öðru sætinu á eftir Magnúsi Yngva Sigsteinssyni úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem lék fyrstu tíu holurnar á fimm höggum undir pari. Fékk fimm fugla og engan skolla á fyrstu tíu holunum. Frábær spilamennska þar.

Það er hægt að fylgjast með skorinu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×