Innlent

Hitnar undir Biden, sóða­skapur í skógum og skátar í beinni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka. Háttsettir demókratar segja útilokað að hann sigri Trump sem er á siglingu í könnunum.

Farið verður yfir eldfima stöðu í bandarískri pólitík í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hópur einstaklinga úr röðum fanga ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá yfirfullu Kattholti. Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan þung. Við heyrum í kattavinum um málið. Þá sjáum við risaþotur Air Atlanta, ræðum við leiðsögumann sem kvartar undan ferðamönnum sem ganga örna sinna úti í náttúrunni og verðum í beinni frá landsmóti skáta á Úlfljótsvatni.

Í Sportpakkanum verður farið yfir leiðinlegt atkvik sem kom upp í hópi íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta en þrettán af sextán meðlimum fengu matareitrun á Evrópumótinu.

Klippa: Kvöldfréttir 18. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×