Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 20:13 Kolbrún segir að umhverfið við Sævarhöfða sé mannskemmandi. Vísir/Vilhelm Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. „Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“.
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23