Erlent

Fyrsta ræða Trumps eftir banatilræðið

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Donald Trump stígur á svið um tvöleytið í nótt að íslenskum tíma.
Donald Trump stígur á svið um tvöleytið í nótt að íslenskum tíma. EPA

Landsfundur Repúblikana stendur nú yfir í Milwaukee í Wisconsins, og mikil spenna er í loftinu fyrir ræðu Donalds Trumps sem hann skrifaði upp á nýtt eftir banatilræðið. Búist er við því að ræðan hefjist um klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma.

Í kvöld mun fjögurra daga landsfundi Repúblikanaflokksins ljúka. Donald Trump mun halda ræðu þar sem búist er meðal annars við því að hann samþykki formlega tilnefninguna til forsetaframboðs. Ræðan verður hans fyrsta síðan hann var skotinn í eyrað og lifði af banatilræði um síðustu helgi.

Lara Trump, tengdadóttir Donalds, segir að banatilræðið hafi haft áhrif á hann, og vikið verði að því í ræðunni. Bandaríkjamenn gætu fengið að sjá „nýja útgáfu“ af Donald Trump í kvöld.

Ræðuhöld eru hafin, og mun fjöldinn allur af fólki taka til máls áður en Trump stígur á svið.

BBC er með lifandi fréttavakt um landsfundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×