Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Hólmfríður Gísladóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 19. júlí 2024 07:06 Samkvæmt X aðgangi Microsoft 365 er unnið að því að leysa úr vandamálinu. Getty/David Gray Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector. Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector.
Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira