Lýsandi harðlega gagnrýndur fyrir ósmekkleg ummæli um Tiger Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 09:00 Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. getty/Pedro Salado Ummæli lýsara á Opna breska meistaramótinu um verkjalyfjafíkn Tigers Woods mæltust afar illa fyrir. Opna breska hófst á Royal Troon vellinum í Skotlandi í gær. Eins og venjulega fylgdust margir grannt með Tiger sem hefur unnið mótið í þrígang. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan Tiger vann Opna breska síðast (2006) og kylfingurinn sigursæli náði sér ekki á strik á fyrsta hring mótsins í gær. Tiger lék á átta höggum yfir pari og því er ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Mark Roe lýsti því sem fyrir augu bar á Opna breska fyrir sjónvarpsáhorfendum en ummæli hans um Tiger fóru misjafnlega ofan í fólk. „Þú horfir í augun á honum og verður að hugsa að hann hefur tekið mikið af verkjatöflum til að glíma við sársaukann,“ sagði Roe. Ummælin þóttu heldur ósmekkleg þar sem Tiger hefur glímt við verkjalyfjafíkn og var meðal annars gripinn undir áhrifum við akstur 2017. Í blóði hans fundust verkjalyf, svefntöflur og virkt efni í marijúana. Tiger slapp við dóm gegn því að fara í meðferð. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Tengdar fréttir McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30 Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Opna breska hófst á Royal Troon vellinum í Skotlandi í gær. Eins og venjulega fylgdust margir grannt með Tiger sem hefur unnið mótið í þrígang. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan Tiger vann Opna breska síðast (2006) og kylfingurinn sigursæli náði sér ekki á strik á fyrsta hring mótsins í gær. Tiger lék á átta höggum yfir pari og því er ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Mark Roe lýsti því sem fyrir augu bar á Opna breska fyrir sjónvarpsáhorfendum en ummæli hans um Tiger fóru misjafnlega ofan í fólk. „Þú horfir í augun á honum og verður að hugsa að hann hefur tekið mikið af verkjatöflum til að glíma við sársaukann,“ sagði Roe. Ummælin þóttu heldur ósmekkleg þar sem Tiger hefur glímt við verkjalyfjafíkn og var meðal annars gripinn undir áhrifum við akstur 2017. Í blóði hans fundust verkjalyf, svefntöflur og virkt efni í marijúana. Tiger slapp við dóm gegn því að fara í meðferð. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Tengdar fréttir McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30 Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30
Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30