Enski boltinn

Stjóri West Ham vill ólmur fá Kanté

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
N'Golo Kanté sýndi á EM að hann hefur enn mikið fram að færa.
N'Golo Kanté sýndi á EM að hann hefur enn mikið fram að færa. getty/Tom Weller

N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina en West Ham United hefur mikinn áhuga á að fá franska landsliðsmanninn.

Eftir að hafa leikið á Englandi í átta ár og orðið meistari með bæði Leicester City og Chelsea samdi Kanté við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu í fyrra. Hann unir hag sínum vel en ku vera opinn fyrir því að snúa aftur til Englands.

Julen Lopetegui, nýr knattspyrnustjóri West Ham, er mikll aðdáandi Kantés og vill ólmur fá Frakkann til félagsins.

Eftir að hafa ekki leikið með franska landsliðinu í nokkurn tíma lék Kanté alla leiki þess á EM í Þýskalandi og stóð sig vel.

Talið er að West Ham þurfi að greiða Al-Ittihad um tuttugu milljónir punda til að fá hinn 33 ára Kanté til félagsins.

Kanté varð Englandsmeistari með Leicester tímabilið 2015-16 og gekk í kjölfarið í raðir Chelsea. Þar vann hann enska meistaratitilinn, bikarkeppnina, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Þá varð Kanté heimsmeistari með franska landsliðinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×