Fréttir

Vaktin: Vand­ræði um allan heim

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Langar biðraðir eru víða um heima vegna tæknilegra örðugleika.
Langar biðraðir eru víða um heima vegna tæknilegra örðugleika. Mynd/EPA

Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim.

Tafir eru á flugvöllum í Evrópu og víðar og langar biðraðir eru í verslunum þar sem erfitt er að koma greiðslum í gegn.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að talið sé að vandræðin eigi rætur sínar að rekja til netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike sem framleiðir veiruvarnir. Einhvers konar uppfærsla í hugbúnaðinum þeirra hefur haft þau áhrif að tölvur sem nota búnaðinn verði fyrir kerfisbilun.

Hér fyrir neðan í Vaktinni má sjá allar nýjustu fréttir.

Ef Vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (e. refresh).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×