Innlent

Bilun á heims­vísu og að­stæður hjólhýsabúa

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða.

Vestanhafs hét Donald Trump því að sameina Bandaríkjamenn í ræðu sem var hlaðin staðreyndavillum á landsþingi repúblikana í gær. Dramatískar lýsingar á banatilræði má heyra í hljóðbroti úr ræðu Trumps og ákafan fögnuð landsfundargesta yfir málflutningi forsetaframbjóðandans. Á meðan blása mótvindar í herbúðum demókrata, sem tvístraðir óttast að ólga innan flokksins auki sigurlíkur Trumps enn frekar. 

Aðstæður fólks sem býr í hjólhýsum í höfuðborginni hafa verið gagnrýndar. Þar er aðstöðuleysi og sóðalegt, að sögn. Borgarstjóri segist ekki vilja hjólhýsabyggð í Reykjavík og verður ekkert aðhafst í málinu. 

Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. 

Þessar fréttir og fleiri, auk nýjustu íþróttafrétta með Vali Páli, í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 19.júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×