Hver ber ábyrgð á nýjum gluggum sem leka? Þórunn Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2024 14:31 Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birtist á Vísi greinin „Af hverju leka gluggar fyrr en áður?“ eftir Böðvar Bjarnason hjá Verkvist. Veltir hann þar meðal annars fyrir sér hvort gluggar hafi almennt verið betri hér áður fyrr en þeir sem nú fást og eiga að vera CE-merktir til að teljast löglegir til sölu og notkunar. Böðvar bendir síðan á að vandamálin liggi annars vegar í gluggunum sjálfum og hins vegar í frágangi gluggans við útvegg. Því skal ósvarað hvort gluggar hafi verið betri í gamla daga. Hins vegar er tekið undir ýmis vandamál sem nefnd eru í greininni og þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Má þar m.a. nefna óljósa ábyrgð ýmissa fagaðila sem koma að ísetningu glugga. Löglegur gluggi Gluggar eru ekki einungis smíðaðir á Íslandi. Mestur hluti þeirra er raunar innfluttur. Þar sem Ísland tilheyrir evrópska efnahagssvæðinu þurfa gluggar, eins og aðrir vöruflokkar, að fylgja þeim reglum sem á svæðinu gilda. Í tilfelli glugga er gerð krafa um CE-merkingu en í því felst að ýmsir eiginleikar glugga hafi verið prófaðir og staðfestir af óháðum og tilkynntum aðila. Að sama skapi sé viðhöfð innri skjalfest framleiðslustýring en hún stuðlar að því að öll framleidd eintök hafi sömu eiginleika og prófaða eintakið. Íslenskt slagveður í allar áttir Veðurfar getur verið mjög ólíkt milli aðildarríkja EES og eru kröfur um eiginleika því mismunandi milli landa. Hér á landi gilda til að mynda svo kallaðar sértækar kröfur um slagregnsþéttleika og hámarksformbreytingu vegna vindálags og eiga þær við um alla glugga í útveggjum bygginga. Svo að gluggi teljist löglegur á Íslandi þarf hann því að vera CE-merktur og a.m.k. að uppfylla kröfur til þessara tveggja eiginleika. Annars er bæði bannað að selja og nota slíkan glugga í útvegg mannvirkis. Upplýsingar um eiginleika skulu koma fram í yfirlýsingu um nothæfi (DoP), sem er staðlað fylgiskjal CE-merktra byggingarvara. Hvar er eftirlitið? Ef gluggi uppfyllir ekki framangreind skilyrði er hann ólöglegur á markaði hérlendis. Ábendingar um slíkt má senda til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem viðhefur markaðseftirlit með byggingarvörum. Þess má geta að HMS stendur einmitt í umfangsmiklu eftirliti með gluggum með það að markmiði að einungis verði nothæfir gluggar á markaði neytendum í hag. Hver er ávinningur regluverksins? Sumum þykir kerfi um CE-merkingar byggingarvara óþarflega flókið og jafnvel misvísandi. Merkingin getur ekki staðið ein og sér heldur er alltaf þörf á að skoða fylgiskjalið yfirlýsingu um nothæfi til að meta hvort byggingarvaran hafi þá eiginleika sem þarf til að standast álagið sem reikna má með að hún verði fyrir. Ávinningur kerfisins er hins vegar mikill, sérstaklega í ljósi þess að flestar byggingarvörur eru innfluttar og við getum illa haft eftirlit með framleiðanda úti í heimi. Í tilfelli CE-merktra glugga eru þeir til dæmis allir prófaðir á sama hátt. Í því felst að eiginleikar þeirra eru staðfestir með sömu prófunaraðferðum. Þar af leiðandi eru gluggar frá mismunandi framleiðendum eða löndum algjörlega samanburðarhæfir. Slíkt auðveldar notandanum, iðulega framkvæmdaraðila, að velja glugga sem hefur fullnægjandi eiginleika. Hvert er hlutverk hönnuðar? Ábyrgðarsvið hönnuðar er skilgreint í byggingarreglugerð. Í henni kemur m.a. fram að hönnuður skuli í gögnum sínum setja fram kröfur er varða eiginleika byggingarvöru til að tryggja rétt innkaup og notkun hennar. Þegar kemur að gluggum ber hönnuði að tilgreina þá eiginleika sem að framan voru nefndir (sértæku kröfurnar). Framkvæmdaraðili getur í framhaldinu tekið ákvörðun um hvaða glugga skuli velja út frá kröfum hönnuðar. Aðrir eiginleikar gætu einnig átt við, svo sem hljóðkröfur við umferðarþunga götu. Rétt er að nefna að texti á borð við: „Fylgja skal kröfum byggingarreglugerðar“ er ekki fullnægjandi í hönnunargögnum þótt slíkt hafi sést. Hver skilgreinir gluggaþéttinguna? Hönnuður ber ábyrgð á heildarvirkni byggingarhluta, þar með talinni virkni gluggaþéttinga. Í því felst ekki endilega að hönnuður segi til um hvort notast eigi við kítti eða borða heldur eru eiginleikar byggingarvaranna lykilatriði hér. Með því að skilgreina eiginleika í hönnunargögnum hefur hönnuður gefið framkvæmdaraðila aukið frelsi. Frelsi til að velja byggingarvörur sem með góðu móti er hægt að tengja saman og mynda heildstæðan byggingarhluta. Framkvæmdaraðili ber hins vegar ábyrgð á að þær byggingarvörur sem hann velur hafi eiginleika í samræmi við kröfur hönnuðar og að við notkun sé farið eftir leiðbeiningum framleiðanda þeirra. Aðeins þannig má tryggja að þeir eiginleikar sem hönnuður gaf upp náist. Hver ber ábyrgð? Mannvirkjagerð er flókin og margir fagaðilar koma þar að. Með breyttum og fjölbreyttari byggingaraðferðum verður hún ekki einfaldari og því mikilvægt að hver og einn fagaðili geri sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Hönnuðir bera ábyrgð á að skilgreina eiginleika byggingarvara (4.5.2. gr. byggingarreglugerðar). Söluaðilar byggingarvara bera ábyrgð á að CE-merktum byggingarvörum fylgi yfirlýsing um nothæfi (með upplýsingum um eiginleika þeirra) og leiðbeiningar um notkun. Framkvæmdaraðilar bera ábyrgð á að við notkun sé leiðbeiningum framleiðenda byggingarvara ávallt fylgt (til að eiginleikar varanna haldist). Verum meðvituð um að gluggi er ein byggingarvara og þétting er önnur; tveir mismunandi framleiðendur og að sama skapi mismunandi leiðbeiningar. HMS hefur undanfarin tvö ár lagt mikla áherslu á að fræða markaðinn um CE-merkingar byggingarvara. Reglulega eru haldin námskeið um málefnið hjá Iðunni fræðslusetri og eru fagaðilar hvattir til að sækja slíkt námskeið, eigendum og öðrum notendum mannvirkja í hag. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar