Íslenski boltinn

Besta upp­hitunin: Lands­liðs­þjálfararnir gerðu upp undan­keppni EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Guðni Haraldsson settust niður í setti með Helenu Ólafsdóttur.
Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Guðni Haraldsson settust niður í setti með Helenu Ólafsdóttur. stöð 2 sport

Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín gesti af dýrari gerðinni í þetta sinn. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Guðni Haraldsson, sem eru nýkomnir úr landsliðsverkefni og stýrðu Íslandi á EM 2025.

Það ótrúlega afrek var að sjálfsögðu rætt og Þýskalandssigurinn frægi reifaður og rifjaður upp. Landsliðsþjálfararnir eru þeir fyrstu sem fara með Ísland beint á EM upp úr riðlakeppni í stað þess að fara í gegnum umspil eins og hefur verið gert síðustu fjögur skipti.

Þá var einnig rætt mikilvægi stuðningsins sem landsliðið fékk frá keppendum á Símamótinu og myndbandið sem kvikmyndalistamaðurinn Ásmundur útbjó fyrir leik og fyllti liðið innblæstri.

Að sjálfsögðu var svo farið yfir Bestu deild kvenna og umferðina sem framundan. Þrettánda umferðin hefst í kvöld þegar Þór/KA tekur á móti Víkingi. Þrír leikir fara svo fram á morgun og einn á sunnudag.

Klippa: Upphitun fyrir 13. umferð Bestu deildar kvenna

Upphitunarþáttinn með þeim Þorsteini og Ásmundi má sjá hér fyrir ofan. Þátturinn verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 17:25 áður en fyrsti leikur umferðarinnar fer fram. 

13. umferð Bestu deildar kvenna

Föstudagur, 19. júlí:

  • 18:00 Þór/KA-Víkingur – Stöð 2 Sport

Laugardagur, 20. júlí:

  • 13:50 Stjarnan-Breiðablik Stöð 2 Besta Deildin
  • 13:50 Þróttur-FH – Stöð 2 Besta Deildin
  • 16:05 Valur-Keflavík Stöð 2 Besta Deildin 2

Sunnudagur, 21. júlí

  • 15:50 Fylkir-Tindastóll – Stöð 2 Sport 5

Allir leikir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×