Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 16:56 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Sjá meira
Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Sjá meira