Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 08:00 Ægir Jarl er fluttur til Köben. Vísir/Bjarni Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. „Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Danski boltinn KR Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
„Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki. Þetta er það sem mann dreymir um. Það er bara frábært að fá tækifæri til að spila fótbolta úti,“ segir Ægir Jarl um skiptin til AB sem leikur í þriðju efstu deild í Danaveldi. Íslendingatenging félagsins er rík þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var nýverið ráðinn þjálfari liðsins og Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður þess. Þá er stefnan sett hátt hjá þessu sögufræga félagi. „Þetta er bara sterk deild, hörkudeild og risaklúbbur sem er í smá lægð. Þeir ætla upp og það er spennandi verkefni að taka þátt í einhverju svona. Að hjálpa þeim að negla sér upp um deildir er spennandi,“ segir Ægir. Ægir fer til Danmerkur frá KR í Bestu deildinni. Hann kveður með söknuði eftir fimm ár í Vesturbænum. „Auðvitað er erfitt að skilja við KR. Ég er búinn að eignast fullt frábærum vinum og þykir mjög vænt um KR. Ég þakklátur þeim fyrir tímann sem ég var hjá þeim. Það var einn titill á fyrsta árinu og ég á þeim mikið að þakka. Það verður ákveðinn söknuður þar,“ segir Ægir. Ægir flytur utan með kærustu sínu og barni og þarf í mörg horn að líta. „Þetta var spurning um fjölskylduna, ég er með konu og barn, það var spurning hvort þau væru klár í þetta líka. Það spilaði stórt hlutverk. Þegar allir voru klárir var þetta auðveld ákvörðun,“ Það voru sem sagt fundarhöld á heimilinu? „Það þurfti aðeins að sannfæra hana en hún er spennt fyrir þessu líka. Þetta verður bara frábært,“ segir Ægir sem segir meira en að segja það að flytja erlendis. „Þetta er búið að vera mikið maus og í mörg horn að líta. Það verður gott að komast út og geta einbeitt sér að verkefninu,“ segir Ægir Jarl. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Danski boltinn KR Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira