Innlent

Fundu tals­vert magn fíkni­efna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fíkniefnin eru í haldi lögreglu. Myndin er úr safni.
Fíkniefnin eru í haldi lögreglu. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm

Karl og kona voru handtekin og færð til yfirheyrslu í gær vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Lögregla kannaði málið vegna maríjúanalyktar.

Frá þessu greinir lögregla í tilkynningu.

Karlmaður hafi komið til dyra og reynt að skella hurðinni á lögreglumenn þegar þeir kynntu honum ástæðu afskiptanna. Lögreglumenn hafi ýtt upp hurðinni og maðurinn veitt „talsverða mótspyrnu“. 

„Úr varð að lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðinni með samþykki húsráðanda. Við leitina fannst talsvert magn af fíkniefnum, bæði ætluðu maríhúana og hvítum efnum, auk peningaseðla, sem er ætlaður ágóði af sölu fíkniefna. Fólkið var fært til skýrslutöku að lokinni stuttri vist í fangageymslu og síðan látið laust.“

Klessti bíl fullur við vínbúð

Þá er sagt frá því að starfsmaður verslunar sé grunaður um að stela vörum úr sömu verslun að andvirði 865 kr., en sá hafi áður stolið úr versluninni. Starfsmanninum hafi verið sagt upp á staðnum og kæra lögð fram á hendur honum vegna þjófnaðarins.

Sömuleiðis er grent frá manni sem hafi ekið á aðra bifreið hjá Vínbúð nokkurri. 

„Aðilinn neitaði að hafa ekið bifreiðinni, þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um hið gagnstæða. Sá blés 2,28‰ og er sömuleiðis sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn, blóðsýni tekið úr honum og hann síðan vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×