McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2024 12:30 Rory McIlroy þungt hugsi. getty/Zac Goodwin Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans. McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00. Golf Opna breska Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
McIlroy lék illa á fyrsta keppnisdegi Opna breska og tapaði svo sex höggum á fyrstu sex holunum á öðrum keppnisdeginum. Eftir það var róðurinn þungur og svo fór að þeim norðurírska mistókst komast í gegnum niðurskurðinn. McIlroy sagði að erfiðar aðstæður á hinum konunglega Troon-velli hafi átt sinn þátt í að hann komst ekki áfram. „Ég réði ekki við vindinn undanfarna tvo daga. Ég brást ekki nógu vel við hliðarvindinum á seinni níu holunum í gær [í fyrradag] og síðan í dag komu kviður sem gerðu mér erfitt fyrir í nokkrum höggum,“ sagði McIlroy eftir að hann féll úr leik í gær. „Ég átti augljóslega verstu mögulegu byrjun í dag [í gær], að tapa sex höggum á fyrstu sex holunum. Þá var ég farinn að hugsa um hvert ég ætti að fara í frí í næstu viku. En ég spilaði síðustu tólf holurnar nokkuð vel og tapaði ekki höggi. Ég spilaði betur eftir að vindinn lægði, eða hann varð allavega viðráðanlegri. En ef þú hefur ekki spilað í svona vindi í nokkurn tíma er stundum erfitt að aðlagast.“ Sýnt er beint á frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hófst klukkan 09:00.
Golf Opna breska Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira