Efsti maður heimslistans segist aldrei hafa spilað í jafn erfiðum aðstæðum og í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 14:15 Scottie Scheffler leitaði skjóls frá votviðrinu í Skotlandi undir regnhlíf. getty/Pedro Salado Veðrið setti svo sannarlega svip sinn á þriðja hring Opna breska meistaramótsins í golfi sem fer fram á Royal Troon vellinum. Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sannkallað skítaveður var í Skotlandi í gær og það gerði mörgum kylfingum afar erfitt fyrir. Meðal þeirra var Shane Lowry en hann lék þriðja hringinn á sex höggum yfir pari eftir að hafa verið efstur eftir fyrstu tvo hringina. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, lék á pari í gær og var á samtals tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana. Hann er ýmsu vanur en segist aldrei hafa lent í öðru eins og á seinni hluta hringsins í gær. „Þetta eru sennilega erfiðustu níu holur sem ég mun nokkru sinni spila. Þetta var frekar villt þarna úti en ég gerði vel í að harka í gegnum þetta,“ sagði Scheffler. Hann vann Masters 2022 og 2024 og getur bætt þriðja risatitlinum í safnið í dag. Besti árangur hans á Opna breska er 8. sæti 2021. Sýnt er beint frá lokadegi Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira