Mótmæla ferðamönnum á Majorka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 14:55 Milljónir ferðamanna heimsækja Majorka á ári hverju. Getty/Clara Margais Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar. Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar.
Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira