Sport

Dag­skráin í dag: Boltinn rúllar á­fram í Bestu

Siggeir Ævarsson skrifar
FH-ingar eru á heimavelli í kvöld og fá Skagamenn í heimsókn.
FH-ingar eru á heimavelli í kvöld og fá Skagamenn í heimsókn. Vísir/Diego

Boltinn rúllar áfram í Bestu-deild karla þennan mánudaginn en einn lekur í 15. umferð er á dagskrá í dag og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu í besta sætinu.

Stöð 2 Sport

FH fær ÍA í heimsókn í Bestu deild karla og hefst útsending klukkan 19:00.

Leikur Fram og Vals átti einnig að fara fram í dag en honum var frestað vegna erfiðleika Valsmanna að skila sér heim frá Albaníu eftir Evrópuleik í síðustu viku.

Umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni sem hefst að leik loknum, klukkan 21:20.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport rásinni verða tveir hafnaboltaleikir í beinni frá Bandaríkjunum. Klukkan 17:00 er það leikur Rays og Yankees.

Við lokum kvöldinu svo með viðureign Tigers og Guardians en sú útsending hefst klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×