Fótbolti

Tveggja bolta víta­spyrnu­dómur vekur at­hygli

Siggeir Ævarsson skrifar
Tveir boltar í leik, það má víst ekki, og hvað þá að sparka öðrum þeirra í hinn
Tveir boltar í leik, það má víst ekki, og hvað þá að sparka öðrum þeirra í hinn Skjáskot GE

Sérkennilegt atvik átti sér stað í viðureign Flamengo og Criciúma í Brasilíu á laugardaginn. Allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar Barreto, varnarmaður Criciúma, ákvað að ræna upplögðu marktækifæri af Cebolinha.

Vítaspyrnudómar koma í öllum stærðum og gerðum og sumir vissulega umdeildir en þessi var í skrítnara lagi. Í aðdraganda sóknarinnar barst annar bolti inn á völlinn sem dómarinn veitti ekki athygli og þegar Cebolinha var að munda skotfótinn sparkaði Barreto þeim bolta í leikboltann.

Dómari leiksins dæmdi víti án þess að hika og gaf Barreto gult spjald að launum. Ótrúlega sena í Brasilíu og sjón er sannarlega sögu ríkari.

Leikmenn Criciúma mótmæltu dómnum harðlega og margir netverjar voru ansi hissa en Christina Unkel, sem er fyrrum dómari, útskýrði að þetta væri alveg skýrt og allir dómarar ættu að vera undirbúnir fyrir senu eins og þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×