„Þetta var ekki auðvelt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 21:58 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel Stjarnan vann góðan 2-0 sigur á Fylki í Bestu deild karla í kvöld þar sem Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörkin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við blaðamann Vísis eftir leik og var eins og við var að búast kampakátur með sigurinn. „Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31