„Þetta var ekki auðvelt“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 21:58 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Pawel Stjarnan vann góðan 2-0 sigur á Fylki í Bestu deild karla í kvöld þar sem Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörkin. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við blaðamann Vísis eftir leik og var eins og við var að búast kampakátur með sigurinn. „Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábær frammistaða. Ég er þvílíkt ánægður með strákana í dag. Það var mikil einbeiting á jafnvægi í okkar liði.“ - Sagði Jökull um leikinn örstuttu eftir að lokaflautið gall. Á 67. mínútu gerði Jökull breytingu á sínu liði og setti þá Emil Atlason og Örvar Eggertsson inn á sem gjörbreyttu leiknum og áttu þátt í mörkunum. Emil tók undir að það hefði gert gæfumuninn. „Róbert [Frosti Þorkelsson] var að ógna og komast í gang síðustu mínúturnar áður en hann fer útaf en fannst vanta aðeins orku inn. Það var lítið búið að gerast fram að því. Baldur kemur inn með frábæra orku líka. Emil kemur með mark eftir horn sem breytir miklu.“ Nokkuð ljóst er að Stjarnan er varnarlega orðin mun þéttari og sagði Jökul það hafa verið með ráðum gert síðustu vikur. „Höfum tekið varnarleikinn mikið í gegn og föstu leikatriðin. Erum orðnir mjög öflugir þar. Vorum að spila við Linfield frá Norður-Írlandi sem beita bara krossum og föstum leikatriðum. Stóðum það mjög vel af okkur, fyrir utan tvö augnablik í útileiknum. Mjög ánægður með varnarleikinn og föstu leikatriðin. Lítum mjög vel út.“ Jökull sagði það frábært að ná í þennan sigur á milli Evrópuleikja þar sem liðið væri með einbeitingu á tveimur keppnum í einu. „Þetta var ekki auðvelt. Fylkismenn gerðu mjög vel, þetta er gott lið og vel þjálfað. Það er ekki sjálfgefið að ná þessu svona en virkilega ánægður með þetta. Það er auðvelt að gíra sig upp í leik á fimmtudag en svo fáum við annan erfiðan leik á sunnudag.“ Að lokum var Jökull spurður út í næstu daga og aðdragandann að leiknum gegn eistneska liðinu Paide í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag. „Löng kvöld, langir dagar og bara skemmtilegt.“ - Sagði Jökull að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. 21. júlí 2024 18:31
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“