Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 22:27 Joe Biden hefur óskað eftir því að Kamala Harris verði útnefnd eftirmaður hans. AP/Matt Kelley „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53