Erlent

Skipa Palestínu­mönnum að yfir­gefa mannúðarsvæði

Árni Sæberg skrifar
Fjöldi Palestínumanna er á hrakhólum.
Fjöldi Palestínumanna er á hrakhólum. Abid Katib/Getty

Ísraelsher hefur skipað Palestínumönnum á Muwasi-svæðinu á Suður-Gasa að yfirgefa svæðið, sem hefur verið skilgreint sem svokallað mannúðarsvæði.

Herinn kveðst vera í þann mund að hefja aðgerðir gegn vígamönnum Hamas-samatakanna, sem hann segir hafa komið sér fyrir á svæðinu og noti til að skjóta eldflaugum yfir til Ísraels.

Fyrr í mánuðinum tilkynnti Ísraelshera að hann áætlaði að tæpar tvær milljónir Palestínumanna hefðu við á Muwasi svæðinu, sem er um fjórtán kílómetra langt við Miðjarðarhafið. Þeir Palestínumenn bætast nú við ört stækkandi hóp sem yfirgefa hefur þurft heimili sín síðan átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafs þann 7. október síðastliðinn.

Þá hefur Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem lúta stjórn Hamas, að sextán palestínumenn hafi látist í aðgerðum Ísraelshers í bænum Bani Suhaila austur af Khan Younis í nótt. Herinn hafi beitt skriðdrekum og loftárásum í aðgerðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×