Fótbolti

Ís­land mætir Banda­ríkjunum tví­vegis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, fagnar sætinu á EM ásamt liðsfélögum sínum.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, fagnar sætinu á EM ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Anton Brink

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Bandaríkjunum tvívegis í október næstkomandi.

Íslenska landsliðið er nýbúið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Hluti af undirbúning mótsins verða tveir vináttuleikir gegn ógnarsterku liði Bandaríkjanna ytra í næsta mánuði.

Fyrri leikurinn fer fram 24. október í Austin, Texas á meðan síðari leikurinn fer fram þremur dögum síðar, þann 27. október í Nashville, Tennessee.

Þjóðirnar hafa mæst 15 sinnum til þessa, síðast á She Believes Cup árið 2022. Bandaríkin hafa unnið þrettán af leikjunum og tvisvar hafa leikar endað með jafntefli.

Ísland er í 14. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á meðan Bandaríkin eru í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×