Fótbolti

„Ætla rétt að vona að pabbi hafi verið Skagamegin“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hinrik Harðarson skoraði á heimavelli pabba síns í kvöld. 
Hinrik Harðarson skoraði á heimavelli pabba síns í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Hinrik Harðarson virtist vera að skora sigurmark Skagamanna og tryggja liðinu mikilvæg þrjú stig þegar hann kom ÍA yfir í leik liðsins gegn FH í Kaplarkika í kvöld. FH náði hins vegar að jafna og Hinrik var súr og svekktur þrátt fyrir markið sem hann skoraði. 

„Eftir alla þá vinnu sem við lögðum í þenna leik þá er það súrt að ná ekki að klára þennan leik með sigri. Stemming í klefanum er eftir því en ég held að þegar við vöknum á morgun þá verðum við bara þokkalega sáttir við þetta stig. Við tökum þessum úrslitum og bara áfram gakk. ´

Fyrirfram er stig á erfiðum útivelli hérna í Kaplakrika bara flott en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við viljað öll stigin þrjú. Það er aftur á móti ekkerf við því að gera núna og við tökum þetta stig bara með okkur í baráttuna sem fram undan er,“ sagði Hinrik um niðurstöðuna í leik kvöldsins. 

Hörður Magnússon, goðsögn hjá FH, er faðir Hinriks sem er viss um að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá karli föður sínum þegar hann skoraði: 

„Pabbi var í stúkunni og ég ætla rétt að vona að hann hafi verið Skagamegin,“ sagði Hinrik léttur. 

„Nei ég segi svona. Þetta hafa líklega verið blendnar tilfinningar hjá honum en svona er þetta bara. Nú er ég bara í Skagatreyjunni og er að einbeita mér að því að gera eins vel og ég get fyrir mitt lið,“ sagði framherjinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×