Innlent

Hand­tökur í tengslum við slags­mál og líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti fimm voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við ýmis mál, þar á meðal einn eftir slagsmál. Lögregla segir ýmis önnur brot í rannsókn í tengslum við slagsmálin, svo sem hótanir og varsla fíkniefna.

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni, líkamsárásar og vörslu fíkniefna. Þá voru tveir handteknir í tengslum við annað mál sem einnig varðar vörslu fíkniefna.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um innbrot í nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi og um þjófnað í matvöruverslun. Hafði hún einnig afskipti af manni sem gat ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.

Þrír voru stöðvaðir í umferðinni fyrir að aka án ökuréttinda og einn sem var undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×