Tónlist

Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fakir lést á heimili sínu í Detroit í Bandaríkjunum. 
Fakir lést á heimili sínu í Detroit í Bandaríkjunum.  AP

Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 

Fakir var eini eftirlifandi meðlimur Four Tops, en hópurinn sló í gegn á sjöunda áratugi síðustu aldar. Þeir sungu saman til ársins 1997 þegar Lawrence Payton, einn meðlimur hópsins, lést. 

Levi Stubbs og Renaldo “Obie” Benson, hinir meðlimir Four Tops, létust árin 2005 og 2008. Fakir tók við heiðursverðlaunum á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2009 fyrir hönd hópsins. 

Hér að neðan má sjá flutning Four Tops á laginu Reach Out I'll Be There árið 1967. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×