Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:30 Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“ Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“
Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13