Miðað við þær gríðarmiklu undirtektir sem myndbandasería Þórdísar af móður sinni að tala um hve kærulaus maður verður í miklum hita virðast margir tengja við þá tilfinningu.
Þegar eru 119 þúsund áhorf á myndband Þórdísar á Instagram. Á TikTok síðu hennar hafa hátt í fimm þúsund manns skellt læk-i á sama myndband.
Fjölskyldan Þórdísar var á dögunum í sumarfríi á Ítalíu en þar var kæruleysiskonan dugleg að fara með möntruna, alla jafna með bjór, Aperol- eða Limoncello spritz í hönd.