Innlent

Hættu­mat og nafnabreytingar brotamanna

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur og búist er við næsta gosi eftir rúmar tvær vikur. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir neðan þá sem eru nú þegar við Grindavík. Nýs hættumats Veðurstofunnar er að vænta í dag og fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Rætt verður við formann velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust.

Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Við heyrum í deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá sem segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn.

Í sportpakkanum fer Valur Páll meðal annars yfir stöðuna í Bestu deild karla og í dönsku úrvaldsdeildinni.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 23. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×