Erlent

Á­varpar þjóðina á morgun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Joe Biden mun ávarpa Bandaríkjamenn á morgun klukkan átta að staðartíma, og fjalla um það sem framundan er.
Joe Biden mun ávarpa Bandaríkjamenn á morgun klukkan átta að staðartíma, og fjalla um það sem framundan er. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19.

Biden greinir frá þessu á X.

Þar segir að hann muni fjalla um það sem framundan er og hvernig hann ætli sér að „ljúka verkinu fyrir bandarísku þjóðina.“

Joe Biden dró framboð sitt til forseta til baka á sunnudaginn. Hann þótti standa sig afar illa í kappræðum við Trump í síðasta mánuði, og hafði setið undir mikilli pressu meðal annars frá áhrifafólki innan demókrataflokksins, um að draga sig úr framboði.

„Það hefur verið mesti heiður lífs míns að gegna embætti forseta ykkar. Og þó að það hafi verið ætlun mín að sækjast eftir endurkjöri, tel ég að það sé í þágu flokks míns og lands að ég víki og einbeiti mér eingöngu að því að sinna skyldum mínum sem forseti það sem eftir er af kjörtímabili mínu,“ sagði Biden á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×