Enski boltinn

PSG sýnir Sancho ó­vænt á­huga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jadon Sancho og Erik Ten Hag á góðri stundu.
Jadon Sancho og Erik Ten Hag á góðri stundu. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Jadon Sancho, vængmaður Manchester United, er óvænt á óskalista Frakklandsmeistara París Saint-Germain.

Sky Sports greinir frá en í frétt miðilsins segir að PSG hafi ekki enn lagt fram formlegt tilboð í þennan 24 gamla Englending.

Sancho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Man United og fór í fýlu eftir að Erik Ten Hag sagði að hann þyrfti að sýna á æfingum að hann ætti skilið að byrja leiki.

Eftir að hafa verið frystur af Ten Hag var Sancho lánaður til Borussia Dortmund í Þýskalandi en Man Utd keypti hann þaðan árið 2021. Sancho skoraði 2 mörk í 14 deildarleikjum og Dortmund. Í frétt Sky Sports segir að Dortmund hafi áhuga á að festa kaup á leikmanninum en geti ekki borgað uppsett verð.

Ítalska stórliðið Juventus ku einnig hafa áhuga en skortur á fjármagni hindrar félagið í að punga út 40 milljónum punda, rúmum sjö milljörðum króna, fyrir leikmann sem hefur skorað 12 mörk og gefið sex stoðsendingar í 82 leikjum fyrir Man United.

Ten Hag og Sancho grófu stríðsöxina fyrir ekki svo löngu og hefur vængmaðurinn verið hluti af leikmannahópi félagsins á undirbúningstímabilinu. Hvort hann verði þar mikið lengur á svo eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×