Íslenski boltinn

Stúkan: Þarf HK að fara er­lendis í leit að mark­verði?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Freyr spilar ekki meira í ár.
Arnar Freyr spilar ekki meira í ár. Vísir/Diego

Stúkan fór yfir markvarðamál HK en það er ljóst að Arnar Freyr Ólafsson er með slitna hásin og spilar ekki meira með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð. 

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari liðsins, vonast til að góðvinur sinn Beitir Ólafsson taki hanskana fram á nýjan leik og hjálpi æskuvini sínum.

„Við sendum Arnari Frey okkar bestu kveðjur og vonandi nær hann að jafna sig á þessu eins hratt og möguleiki er á. Stefán Stefánsson kom í markið og það mátti heyra í Ómari að leit er hafin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar.

„Þeir verða að finna einhvern reynslubolta, að mínu mati. Þetta er ofboðslega mikilvægur markmaður sem þeir eru að fara fá inn. Þeir verða að velja vel, ef hægt er að segja það, ekki eins og það sé mikið í boði,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

„Alveg spurning hvort þeir verða að fara erlendis til að finna einhvern gæðamarkmann og eyða smá pening því Arnar Freyr hefur verið algjör lykilmaður hjá HK í sumar,“ bætti Baldur jafnframt við.

Umræðu Stúkunnar sem og myndskeið af atvikinu og frábæra markvörslu Beitis í leik með KR má sjá hér að neðan.

Klippa: Stúkan: Þarf HK að fara erlendis í leit að markverði?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×