Fótbolti

Morata og Rodri í vand­ræðum eftir söng sinn um Gí­braltar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Álvaro Morata og miðjumaðurinn Rodri virðast miklir aðdáendur Gíbraltar.
Fyrirliðinn Álvaro Morata og miðjumaðurinn Rodri virðast miklir aðdáendur Gíbraltar. Eric Verhoeven/Getty Images

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Evrópumeistarana Álvaro Morata og Rodri vegna söngva sem þeir sungu er Spánverjar fögnuðu sigri á Evrópumóti karla nýverið.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að UEFA íhugi nú að refsa fyrirliðanum Morata og miðjumanninum Rodri en þeir sungu „Gíbraltar er spænsk“ í fagnaðarlátum Spánverja að loknum sigrinum á Englandi í úrslitaleik EM.

Knattspyrnusamband Gíbraltar, GFA, lagði fram kvörtun eftir að myndband af fyrirliðanum Morata og miðjumanninum Rodri syngjandi „Gíbraltar er spænsk“ í fagnaðarlátum Spánverja að loknum sigrinum á Englandi í úrslitaleik EM.

UEFA skipaði í kjölfarið sjálfstæðan rannsakanda og hafa Morata og Rodri verið ákærðir fyrir brot á almennum hegðunarreglum UEFA. Siðanefnd sambandsins mun dæma í málinu „þegar fram líða stundir“ segir í frétt BBC um málið.

Þar segir einnig að Gíbraltar sé hólmlenda sunnarlega á Spáni sem hefur verið undir breskri stjórn frá 18. öld. Spánverjar hafa lengi kallað eftir því að Gíbraltar verði hluti af Spáni að nýju.

Gíbraltar hefur verið meðlimur UEFA frá árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×