Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna og hafna­bolti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valskonur mæta á Krókinn.
Valskonur mæta á Krókinn. Vísir/Anton Brink

Besta deild kvenna í fótbolta og MLB-deildin í hafnabolta á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.30 er upphitun Bestu markanna fyrir 14. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Gestur Helenu Ólafsdóttur, þáttastjórnanda, að þessu sinni er Gunnhildur Ásmundsdóttir – framkvæmdastýra ReyCup. Um er að ræða eina alþjóðafótboltamótið sem fram fer á Íslandi. Sýnt verður frá lokadegi mótsins í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á sunnudaginn.

Klukkan 17.50 er leikur Tindastóls og Vals í Bestu deild kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 er leikur FH og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 16.00 er leikur Atlanta Braves og Cincinnati Reds í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Klukkan 22.30 er leikur Miami Marlins og Baltimore Orioles í MLB-deildinni á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimakonur taka á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×