Innlent

Verð­bólga eykst og á­fram rigning í kortunum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Verðbólga tók nokkuð óvæntan kipp upp á við í júlí. Hagfræðingur telur það geta haft talsverð áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt í ágúst.

Áfram er stefnt að milljóna framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir að mikil hætta sé á eldgosi í bænum, samkvæmt nýju hættumati.

Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings

Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu, höfuðborg Nepal í morgun. Nítján voru um borð en flugmaðurinn var sá eini sem lifði slysið af.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 24. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×