„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 07:34 Allt það sem Biden var áður sekur um er nú fyrst og fremst Harris að kenna. Getty/Bill Pugliano Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira