Fótbolti

Moussa Diaby fer til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Moussa Diaby fór virkilega vel af stað hjá Aston Villa en náði aldrei almennilega saman við þjálfarann Unai Emery. 
Moussa Diaby fór virkilega vel af stað hjá Aston Villa en náði aldrei almennilega saman við þjálfarann Unai Emery.  Lee Parker - CameraSport via Getty Images

Moussa Diaby hefur yfirgefið herbúðir Aston Villa eftir aðeins eitt tímabil og skrifað undir samning við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Þessi 25 ára gamli Frakki kom til félagsins frá Bayer Leverkusen síðasta sumar fyrir fjörutíu milljónir evra. Hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í alls 54 leikjum fyrir félagið.

The Athletic greinir frá því að Aston Villa selji hann nú á sextíu milljónir.

Aston Villa hefur styrkt sig úti á vængjunum í sumar. Samuel Illing-Junior, Lewis Dobbin og Jaden Philogene eru allir nýkomnir til félagsins og þá er Cameron Archer á leið aftur úr láni. Allir geta þeir spilað úti á hvorum kanti líkt og Diaby.

Hjá Al-Ittihad eru fyrir nokkur þekkt nöfn; Karim Benzema, Fabinho, N‘Golo Kante og þjálfarinn Laurent Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×